Katla - Austur hluti   

Viðbrögð íbúa vegna eldgoss í Mýrdalsjökli og jökulhlaups nður Mýrdalssand og Sólheimasand

HÆTTAN
Katla er eldfjall undir Mýrdalsjökli, sem hefur gosið 1-2 sinnum á öld en eldgos í Kötlu eru gjóskugos með tilheyrandi gjóskufalli og þeim fylgja jafnframt jökulhlaup.  Í Kötlugosum rennur ekki hraun eins og gerist þegar gýs á þurru landi.   
Eldgos hefst með ákafri jarðskjálftahrinu, sem mögulega finnst í byggð og gerir þannig vart við sig. Í kjölfar eldsumbrota, þegar kvikan hefur brætt jökulís, líða um 1-2 klst þar til jökulhlaup brýst undan jökli og getur náð til byggða á innan við 1-4 klst. Jökulhlaup er sambland af vatni, gjósku, grjóti og ís og er talið að rennsli stærstu hlaupa frá Kötlu hafi orðið 300.000 m3/sek og ferðast með 10-20 km/klst en til samanburðar var rennsli jökulhlaupsins sem fór um Skeiðarársand árið 1996, um 45.000 m3/sek.  Vatnasvæði Kötlu eru þrjú og geta jökulhlaupin komið niður Mýrdalssand, Sólheimasand eða Emstrur og Markarfljótsaura allt eftir staðsetningu eldgoss (sjá kort).  Jökulhlaup niður Mýrdalssand geta breiðst yfir allt svæðið vestan frá Múlakvísl, austur í Meðalland og norður að Hrífunesi (sjá kort) en jökulhlaup niður Sólheimasand hefur breiðst yfir svæðið milli Skóga og Péturseyjar (sjá kort).  Á sögulegum tíma hafa öll jökulhlaup runnið niður Mýrdalssand og í tveimur tilfellum einnig niður Sólheimasand. 
Kötlugos geta varað í fáeinar vikur og gjóskan úr þeim getur borist afar langt allt eftir veðri og vindum. Eiturgufur fylgja eldsumbrotum og gjóskumökkurinn í nágrenni eldstöðvarinnar er mjög myrkur. Gosmekkinum fylgja eldingar sem getur slegið niður í fólk, skepnur og mannvirki í allt að 30-40 km fjarlægð frá eldstöðinni (sjá kort).

UNDIRBÚNINGUR
Undirbúningur er besta vörninÍ byrjun eldgoss er ekki hægt að segja fyrir um hvar jökulhlaup muni koma undan jökli og því er brýnt að rýma strax þau svæði sem stafar hætta af jökulhlaupi og eru næst hlaupafarvegi hvort sem er á Mýrdalssandi, Sólheimasandi eða í Emstrum og Markarfljótsaurum (sjá kort). Fólk sem býr eða dvelst í nágrenni Kötlu þarf því að undirbúa rýmingu fyrirfram svo allir komist í öruggt skjól í tæka tíð.

Tíminn, sem íbúar hafa til að yfirgefa heimili sín er afar knappur eða 30 mínútur nema Sólheimabæirnir, sem hafa 15 mínútur.  Því þarf að undirbúa rýmingu fyrirfram og huga að því hvernig frágangur skuli vera og hvað skuli taka með sér þegar boð berast um að gos sé að hefjast í Kötlu og hvernig réttast er að skilja við búfé og gripahús.

Tími jökulhlaupsins á korti fyrir Mýrdalssand.  Það sýnir þann tíma sem það tekur jökulhlaupið að komast í byggð frá upphafi goss. 

Tími jökulhlaupsins á korti fyrir Sólheimasand.  Það sýnir þann tíma sem það tekur jökulhlaupið að komast í byggð frá upphafi goss.

TRYGGINGAR  Mikilvægt er að hver og einn yfirfari tryggingar sínar vegna tjóna af völdum náttúruhamfara hjá viðkomandi tryggingarfélagi og skoði sérstaklega hvað er brunatryggt af eignum; fasteignum, lausafé (tækjum og áhöldum), vélknúnum ökutækjum og búfé.
Viðlagatrygging bætir tjón af völdum náttúruhamfara á eignum, sem eru brunatryggðar og Bjargráðasjóður veitir fjárhagsaðstoð, miðað við fjárhagsstöðu sjóðsins, vegna tjóns á girðingum, túnum, rafmagnslínum, vélum, tækjum, heyi og áhöldum sem notuð eru við landbúnaðarframleiðslu. Bjargráðasjóður bætir ekki tjón sem njóta sérstakrar tryggingaverndar, t.d. viðlaga- og landbúnaðartryggingar.

VIÐLAGAKASSI  Koma þarf eftirtöldum búnaði fyrir í viðlagakassa eða -tösku sem allir vita hvar er geymd:

 • Sjúkrakassi.
 • Vasaljós.
 • Útvarp með rafhlöðum.
 • Listi yfir mikilvæg símanúmer
 • Rýmingarmerki sem auðkennir að hús hafi verið rýmt. Útbúa þarf festingu fyrir merkið á áberandi stað sem hægt er að sjá frá lofti og aðalvegi, s.s. á útihurð (innan þéttbýlis) eða við afleggjara að íbúðarhúsi (í dreifbýli)
 • Gátlisti um hvað á að taka með s.s.:
  • Fatnaður.
  • Lyf.
  • Vatn.
  • Nauðsynjar fyrir ungbörn, eldri borgara og fatlaða.
 • Betra er að setja myndir og mikilvæg skjöl í geymslu á öruggari stað t.d. hjá vandamönnum utan svæðis eða í bankahólfi.Eldingavari

BÚFÉ  Vegna skamms tíma til rýmingar verður búfé ekki flutt burt fyrr en hættuástandi vegna jökulhlaups hefur verið aflýst. Gerið sjálf viðbragðsáætlun fyrirfram á hverjum bæ. Hafið girðingar milli hólfa opnar ef mögulegt er til að greiða leið dýra á hæðir og hóla í landinu, þegar rýma þarf í skyndi.  Leitið nánari upplýsinga hjá yfirdýralækni www.yfirdyralaeknir.is og www.lbs.is

ELDINGAVARI  Vegna eldinganna, sem fylgja þessum eldgosum, er ástæða til að setja eldingavara á hús til að minnka líkur á að eldingum slái niður í þau. Sjá nánar um eldingavara. Leitið til rafvirkja vegna uppsetningar eldingavara og til rafveitu vegna rafskauta.VIÐBRÖGÐJökulhlaup niður Mýrdalssand
Forboðar eldgoss eru jarðskjálftar sem finnast víða og órói sem kemur fram á mælum vísindastofnana. Vísindamenn upplýsa almannavarnir um að gos sé að hefjast og þá virkja almannavarnir skipulag sitt og áætlanir og hefja meðal annars rýmingu svæða og lokanir vega og vegslóða til að tryggja öryggi íbúa og annarra vegfarenda (sjá kort)

BOÐUN  112 sendir íbúum með fasta búsetu og eigendum skráðra fasteigna á svæðinu boð frá almannavörnum, í formi SMS í farsíma og talskilaboða í fastlínusíma, um að eldgos í Kötlu sé að hefjast, rýma skuli svæðið og að fólk gefi sig fram á fjöldahjálparstöð (sjá kort).  Fyrstir fá boð þeir sem eru næstir flóðafarvegum við jökul.  Íbúar og dvalargestir þurfa að yfirgefa heimili sín eða eða dvalarstaði innan 30 mínútna frá því að boð berast, nema Sólheimabæirnir sem hafa 15 mínútur.

STUTTUR TÍMI TIL RÝMINGAR  Hafa verður í huga hinn stutta tíma til rýmingar og hugsanlegar umferðatafir.

VIÐLAGAKASSI  Takið fram viðlagakassa/-tösku og notið gátlistann til að ganga frá verðmætum og/eða hafið þau meðferðis.

RAFMAGNSTÆKI  Takið tæki úr sambandi við rafmagn og útiloftnet.

HÚSHITUN  Hafið lágmarkshita á húsum.Skrifið á rýmingarmerkið og festið það upp á fyrirfram ákveðnum stað

VATNSSÖFNUN  Vegna hugsanlegrar spillingar vatnsbóla og skemmda á vatnsleiðslum er skynsamlegt að huga að vatnssöfnun.    

GIRÐINGAR  Aðskiljið allar girðingar frá húsum og aftengið rafmagnsgirðingar frá húsarafmagni. 

RÝMINGARMERKI  Skrifið á rýmingarmerkið fjölda þeirra sem yfirgefa húsið og fjölda bifreiða sem ferðast er á.  Festið merkið upp á fyrirfram ákveðnum stað.

NÁGRANNAR  Hugið að nágrönnum ef mögulegt er.

ÖKUTÆKI - FERÐAHRAÐI  Notið ekki ökutæki s.s. dráttavélar og vinnuvélar sem aka hægar en 50 km/klst.

ÞÖRF Á AÐSTOР Ef þörf er á aðstoð við að komast út af svæðinu eða ef vitað er um einhverja sem þurfa á slíkri aðstoð að halda skal tilkynna það til 112.

SKEPNUR  Ekki verður unnt að flytja búsmala burt vegna þess hve tíminn er knappur til viðbragða

Við jökulhlaup  Skepnur sem eru á húsi. Opnið útihús og stíur fyrir öðru en graðneytum.  Opnið hlið og greiðið fyrir því að skepnurnar geti bjargað sér sjálfar upp á hæðir og hóla.

 • Metið hvort rétt sé að taka rafmagn af útihúsum.

Við jökulhlaup  Skepnur sem eru úti. Opnið hlið og/eða klippið girðingar til að greiða leið dýra á efstu hóla.  Útvarpsrásir

Við öskufall  Lokið dýr inni í húsi eða girðingum eftir því sem unnt er.

 • Metið hvort rétt sé að taka rafmagn af útihúsum.
 • Tryggið ómengað drykkjarvatn og fóður.

ÚTVARP  Hlustið eftir tilkynningum og fréttum í útvarpi (sjá kort).

SLYS  Tilkynnið slys og aðstoðarbeiðnir til 112.

FJÖLDAHJÁLPARSTÖÐ / SKRÁNINGARSTÖР Haldið tafarlaust í fjöldahjálparstöð til skráningar.  Þeir sem eru staddir á Haldið tafarlaust í fjöldahjálparstöð til skráningarsvæðinu frá Jökulsá á Sólheimasandi að Pétursey og fólk neðan bakka í Vík og að Múlakvísl skal fara í leikskólann Suður-Vík.  Þeir sem staddir eru á svæðinu frá Múlakvísl að Kirkjubæjarklaustri skulu gefa sig fram í Kirkjubæjarskóla

Svæðið frá Pétursey að efri bökkum Víkur er ekki talið í hættu vegna jökulhlaups og því er ekki þörf á að rýma það.  (sjá kort).

ALMENNAR UPPLÝSINGAR  Hægt er að fá almennar upplýsingar í síma 1717.

ÖRUGG SVÆÐI  Hafið í huga að sum svæðin, sem talin eru örugg fyrir jökulhlaupi, eru innan 30-40 km frá eldstöðinni og því getur hætta stafað af eldingum (sjá kort).

Kortið sýnir útbreiðslu jökulhlaups niður Mýrdalssand, þann tíma sem tekur að hlaupið að fara fram sandinn frá upphafi eldgoss, fjöldahjálparstöðvar og lokanir vega.

Jökulhlaup niður Mýrdalssand

 

Kortið sýnir útbreiðslu jökulhlaups niður Sólheimasand, þann tíma sem tekur hlaupið að fara fram sandinn frá upphafi eldgoss, fjöldahjálparstöðvar og lokanir vega.

Jökulhlaup niður Sólheimasand

 

Helstu leiðir jökulhlaupa úr Mýrdalsjökli vegna eldsumbrota í Kötlu.
Helstu leiðir jökulhlaupa úr Mýrdalsjökli vegna eldsumbrota í Kötlu

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans, S. 444-2500Lögreglan Rangárvallasýslu, http://www.logreglan.is/embaettin.asp?cat_id=27s. 488-4110, 488-4100,
Lögreglan Vestur-Skaftafellssýslu, http://www.logreglan.is/embaettin.asp?cat_id=43, s. 487-4822, 487-1176
Landbúnaðarstofnun, www.lbs.is, s. 530 4800
Yfirdýralæknir www.yfirdyralaeknir.is, S. 545-9750, 892-1644
Búnaðarsamband Suðurlands, www.bssl.is, s. 480 1800
Bændasamtök Íslands, www.bondi.is, s. 563-0300
Bjargráðasjóður, www.samband.is, S. 515-4900
Viðlagatrygging, www.vidlagatrygging.is, S. 575-3300

Fræðslumyndin- Katla og Kötluvá
Í þessari uppfærslu af Kötluvá hefur verið bætt við umfjöllun um gosið í Eyjafjallajökli.

 


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is