Undirbúningur æfinga   

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar æfing er á döfinni:

Ákveða form æfingar og ákveða hvort æfa eigi alla þætti. Tryggja að fjármagn hafi fengist og samþykki allra hlutaðeigandi.

Skrá markmið æfingar og tryggja að þau séu raunhæf og mælanleg.

Mynda æfingastjórn,  ákveða vettvang og leikendur í samræmi við þá viðbragðsáætlun sem æfa skal.  Ákveða aðsetur vettvangsstjórnar og aðgerðastjórnar.

Skrá alla þátttakendur og gera þátttakendalista.  Finna umsjónaraðila fyrir leikendur.

Tryggja að skipulag æfingarinnar fari fram samkvæmt neyðarskipulagi almannavarna,  SÁBF.

Gera fjarskiptaskipulag og æfa það áður en æfing fer fram.

Ákveða hvert leikendur fara í lok æfingar og hvar á að halda rýnifund í lokin.

Hvernig á að rýna æfinguna og vinna skýrslu um niðurstöður hennar.  Vinna þarf markvisst að úrbótum á þeim þáttum sem hver æfing leiðir í ljós að er ábótavant.

Gátlistar ráðgjafa á æfingum:
Rýni vegna aðgerðastjórnar
Rýni vegna aðhlynningar þolenda
Rýni vegna björgunarþáttar
Rýni vegna flutningsþáttar
Rýni vegna fjöldahjálpar
Rýni vegna gæsluþáttar
Rýni vegna samráðshóps áfallahjálpar
Rýni vegna vettvangsstjórnar

 

 

 


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is