Æfingar   

Fjöldi æfinga hafa verið haldnar á vegum almannavarna eða með þátttöku þeirra. Fyrsta æfing á viðbrögðum vegna Kötlugoss var árið 1973 og var þá í fyrsta skipti framkvæmd raunveruleg rýming í byggð og tóku þátt í æfingunni íbúar Víkurkauptúns, Álftavers og Meðallands. Fyrsta hópslysaæfingin á Íslandi var haldin í Reykjavík árið 1975.
Áætlanir geta almennt ekki talist fullkláraðar fyrr en þær hafa verið æfðar, áreiðanleiki þeirra prófaður og þær jafnframt staðfestar af hlutaðeigandi aðilum. Á hverju ári eru haldnar nokkrar æfingar og má þar nefna flugslysaæfingar á áætlunarflugvöllum landsins,  samskiptaæfingar vegna snjóflóða á skilgreindum hættusvæðum samvinnu við Veðurstofu Íslands, stjórnstöðvaræfingar og skrifborðasæfingar í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki.

2013 Skrifborðsæfing - Herjólfur strandar við Landeyjarhöfn undirbúningur, framkvæmd, rýni og niðurstöður
2012 Hópslysaæfing Sauðárkróki, undirbúningur, framkvæmd, rýni og niðurstöður  
2012 Sjóslys á Skjálfanda 2012, undirbúningur, framkvæmd, rýni og niðurstöður
2011 Hópslysaæfing 2011 Blönduós
2011 Hópslysaæfing 2011 Eskifjörður
2007 Samábyrgð - Heimsfaraldur inflúensu
2006 Katla - Bergrisinn
2005 Flugslysaæfing Akureyri
2005 Hvalfjörður
2005 Seyðisfjörður

 

Almannavarnadeildin, ásamt sóttvarnasviði Landlæknisembættisins og fleiri viðbragðsaðilum, tók þátt í Evrópusambandsæfingunni “Exercise Common Ground” sem var viðbragðs- og viðbúnaðaræfing haldin að undirlagi Evrópusambandisins og ætlað að kanna viðbrögð og samskipti Evrópusambandsins, meðlimaþjóða þess og þjóða Fríverslunarsambands Evrópu (EFTA) við alheimsfaraldri inflúensu. Æfingin var haldin samtímis í ofangreindum löndum dagana 23. og 24. nóvember 2005 og gafst öllum löndunum jafnframt tækifæri til að æfa sínar eigin viðbragsáætlanir. Á Íslandi var æfingin haldin í Samhæfingarstöðinni við Skógarhlíð í Reykjavík.


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is