Katla   

Katla gýs að meðaltali tvisvar á öld, síðast staðfest árið 1918, en eldgos eru mun sjaldgæfari í Eyjafjallajökli.  Eldgosum í Kötlu og Eyjafjallajökli fylgja hættur á borð við eldingar, gjóskufall og jökulhlaup.  Vatnasvæði Kötlu eru þrjú og geta snögg og vatnsmikil jökulhlaup ruðst fram Mýrdalssand, Sólheimasand og Markafljótsaura, allt eftir staðsetningu eldgoss. Eldgos undir Eyjafjallajökli geta átt upptök hvar sem er í eldkeilunni og jökulhlaup geta komið fram mjög fljótt eftir að gos hefst.  Viðbrögð íbúa vegna eldgoss í Mýrdalsjökli og jökulhlaups niður Mýrdals- og SólheimasandViðbrögð íbúa vegna eldgoss í Mýrdalsjökli og jökulhlaups niður Markarfljótsaura

Viðbragðaáætlanir almannavarna snúa m.a. að viðbrögðum við gjóskufalli og jökulhlaupum, t.d. með lokun svæða fyrir umferð.  Þegar eldgos hefst í Kötlu eða Eyjafjallajökli verður að rýma þau svæði sem líklegt er að jökulhlaup geti ógnað.  Íbúar og þeir sem dvelja þar þurfa því að þekkja viðbrögð við eldsumbrotum í eldstöðvunum, undirbúa viðbrögð sín, ásamt rýmingu og skipuleggja hana, s.s. hvað skal taka með og hvert skal halda.

Skoðið fræðslumyndina um Kötlu og Kötluvá og kynnið ykkur undirbúning og viðbrögð vegna Kötlu hvort sem jökulhlaupið fer niður Mýrdalssand, Sólheimasand eða niður Emstrur og Markarfljótsaura.


Vefmyndavél á Kötlu

Fræðslumyndin- Katla og Kötluvá

Myndin fjallar um eldstöðvarnar Kötlu og Eyjafjallajökul, eðli þeirra, eldgos og hættuna, sem stafar af þeim s.s. jökulhlaup, en einnig um forvarnir og viðbrögð við umbrotum.

Hér er hægt að nálgast fræðslumyndina um Kötlu og Kötluvá með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

K A T L A 

 

 

 

 

 

 

 

 

Framleiðandi myndarinnar um Kötlu og Kötluvá er Ríkislögreglustjórinn almannavarnadeild. Myndgerð Lífsmynd - Valdimar Leifsson, kvikmyndagerð og umsjón Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Um hljóð sér Jón Kjartansson.

Hægt er að skoða myndina með enskum texta á YOU TUBE

 

Undirbúningur íbúa vegna Kötlu - Austur

Undirbúningur íbúa vegna Kötlu - Vestur

 

Sjá einnig áhættugreiningu fyrir Kötlu austan megin

Sjá einnig hættumat fyrir Kötlu vestan megin

 


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is