Aðgerðastjórnun   

Aðgerðastjórn er sameiginleg aðgerðastjórn viðbragðsaðila.  Stjórn aðgerða í héraði í almannavarnaástandi er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi. Hann situr í aðgerðastjórn ásamt fulltrúa almannavarnanefndar, fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fulltrúa Rauða krossins á Íslandi, hlutaðeigandi viðbragðsaðila sbr. viðbragðsáætlun. Aðgerðastjórn starfar í samvinnu við samhæfingar- og stjórnstöð.

Í stjórn aðgerða felst m.a skipulag björgunar- og hjálparstarfa vegna hættu eða tjóns, sem getur eða hefur skapast og að stýra neyðaraðgerðum í samvinnu við samhæfingar- og stjórnstöð. Aðgerðastjórn vinnur eftir SÁBF skipulagi almannavarna.

Lögreglustjóri tilnefnir vettvangsstjóra sem fer með stjórn og samhæfingu á vettvangi.


Aðgerðastjórn kallar fólk til starfa í aðgerðastöð, eftir eðli og umfangi útkallsins.


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is