Forvarnir   

Það telst fárviðri þegar vindhraði hefur náð 33 m/sek, sem jafngildir 64 hnútum (12 vindstig).Veðurstofa Íslands  [www.vedur.is] 

Ef Veðurstofa Íslands varar við veðri, skal taka það alvarlega. Sérstaklega ef varað er við miklum vindi, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Hlustið á tilkynningar og/eða viðvaranir sem kunna að vera gefnar í sjónvarpi eða útvarpi.

Nauðsynlegt viðhald
Haldið húsakosti vel við. Gangið úr skugga um að þakplötur séu tryggilega festar, einnig þakrennur, grindverk og þess háttar.
 
Þegar spáð er ofsaveðri eða fárviðri:

Lausir munir
Heftið fok lausra muna.

Lokið gluggum og hurðum
Fullvissið ykkur um að öllum gluggum og hurðum sé tryggilega lokað.

Skólar, ferðalög og mannamót
Aflýsið ferðalögum og mannamótum og sendið ekki börn í skóla.

Byrgið glugga
Byrgið glugga eða setjið öryggisfilmu á gler til að koma í veg fyrir skæðadrífu glerbrota ef rúða brotnar. Látið rúm ekki standa undir gluggum ef hætta er á ofsaveðri.

Þegar spáð er ofsakulda:

Ef hiti fer af húsnæðinu notið einungis örugga hitagjafa  og klæðið ykkur vel.
Grill og hitarar geta skapað hættu innandyra ef loftun er ekki góð, myndað kolmónoxíð, eitraða lofttegund sem er lyktarlaus og myndast við ófullkominn bruna eldsneytis.

Varist kal. Ef efsta lag húðarinnar frýs kallast það yfirborðskal, en nái holdið undir henni að frjósa er um djúpt kal að ræða.                 

Varist ofkælingu, ef líkamshiti fer niður fyrir 35°C. Ofkæling getur lýst sér í einbeitingarleysi, deyfð, óstöðugleika og tilfinningaleysi.  Upplýsingar um ofkælingu

Siglingastofnun Íslands  [www.sigling.is]Ef hætta er talin á sjávarflóðum:

Gluggahlerar
Setjið hlera fyrir þá glugga sem snúa að sjó.

Lokið niðurföllum
Gerið ráðstafanir til að varna því að vatn geti komið upp úr niðurföllum.

Meta öryggi
Metið öryggi ykkar með hliðsjón af staðsetningu þess húss sem dvalið er í.

 

Viðbrögð við fárvirði / sjávarflóði


Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is