almannavarnir.is   
1
Eldgosinu í Holuhrauni er lokið
28. febrúar 2015

Vísindamannaráð almannavarna fundaði í morgun vegna umbrotanna í Bárðarbungu og var niðurstaða fundarins að eldgosinu, sem hófst 31. ágúst 2014 í Holuhrauni væri lokið. Nauðsynlegt er að fylgjast áfram mjög vel með Bárðarbungu. Áfram verður fylgst með gasmenguninni frá gosstöðvunum og hraunbreiðunni í Holuhrauni. Á þessu stigi hefur ekki verið tekin ákvörðun um að breyta aðgangsstýrða svæðinu norðan ...

Meira

1
Snjóalög víða varasöm á sunnanverðum Vestfjörðum
27. febrúar 2015

Óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum og hættustigi á sunnanverðum Vestfjörðum hefur verið aflétt. Enn er óvissustig vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum og verður það endurskoðað á morgun. Hvöss austan átt var á miðvikudag með mikilli snjókomu á sunnanverðum Vestfjörðum. Á fimmtudag var hvöss NA-átt og úrkoma. Aðfaranótt fimmtudags snjóaði svo mjög mikið í norðan átt. Mörg snjóflóð ...

Meira

1
Aflýsing hættustigs vegna snjóflóðahættu
27. febrúar 2015
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á Patreksfirði og Tálknafirði og tekur óvissustig við, en óvissustig er enn í gildi á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum. Íbúar á þessum stöðum, sem rýmdu hús sín vegna snjóflóðahættunnar  25.02.2015 geta því snúið aftur til síns heima.  ...

Meira

1
Eldri Fréttir
1

Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | S:444 2500 | Fax: 562 2665 |
Netfang:almannavarnir[hja]rls.is